Hvað höfum við efni á að tapa mörgum?

Vel menntað og duglegt fólk flyst á brott frá Íslandi.

Í dag fékk ég símtal frá vini sem sagði mér frá því að eigendur fyrirtækja sem gengju ágætlega væru enn að reyna að kreista niður kostnaðinn með tilvísan í “kreppuna” – og í þessu tilfelli er það að lækka laun hjá einu af best reknu fyrirtækjunum í sínum geira. Það hefði leitt af sér að 3 lykilstarfsmenn af þeim 7 sem starfa þarna hefðu ákveðið að segja upp störfum.

Svona fyrir utan hversu kjánalegt það er að að lækka þar rekstrarkostnað um 1-2 milljónir á mánuði á hæpnum forsendum – en taka á í staðinn áhættu á 1700 milljón krónu ársveltu og góðum hagnaði þá langar mig að draga fram annað málefni sem ég hef orðið miklar áhyggjur af heima.

Í þessu tilfelli er það spekilekinn sem ég hef áhyggjur af. Þessi vinur minn sagði mér að hann hefði tekið ákvörðun um að flytja erlendis og með honum hverfur kona og 3 börn. Þarna fara 2 vel menntaðir einstaklingar, þar af annar með sérhæft framhaldsnám á bakinu og ákveða að beina starfskröftum sínum að uppbyggingu í öðrum löndum.

Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig stjórnvöld á Íslandi sjá fyrir sér að efnahagur landsins batni með atgervisflótta. Í mínu nánasta umhverfi get ég talið amk 6 fjölskyldur sem hafa kosið að hætta þessu öllu saman og flytjast á braut. Svo eru auðvitað svona kálfar eins og ég sem hafa verið að vinna með annan fótinn í útlöndum og hinn heima.  Flestir af þessum vinum mínum segjast vilja vera úti í 3-5 ár og koma þá aftur þegar efnahagurinn er farinn að rétta úr kútnum. En  það gerist ekki sjálfkrafa. Það þurfa einhverjir að vera eftir til að bera byrðarnar.

Undanfarin tvö ár hafa stjórnmálaflokkar helst af öllu viljað að þeir sem eru á aldrinum 25-50, eiga fjölskyldu og einhverjar fasteignir beri hitann og þungann af öllu því sem hér hefur gengið á.  En nú er sá hópur farinn að týnast á brott.

Hvernig geta stjórnmálamenn brugðist við þannig að þetta fólk kjósi að vera áfram heima?

Myndin tengist efni greinarinnar ekki á nokkurn hátt :-)

Is EU the mother of all solutions?

I think not. In fact I think its fair to say that we’d be
better off outside of the EU than witFrom Mjóifjörður, Icelandhin. Why – because it’s becoming increasingly
clear to me that many people here in Iceland seem to think this
will be the solution to all our problems.
But the thing is EU or not – we still have to deal with the
same immediate problems. Entering the EU is not an overnight
process. It takes years and in the meanwhile we still
have:

 • Interest rates that are bleeding out both the industries
  and the homes.
 • Un-usable currency (could be solved by other currencies
  than the Euro)
 • A fiscal policy which has had government spending growing
  out of all proportions in the last few years of the economic
  boom. Leaving us with a required cut of 150Bn in the near term
 • A tax base which needs a kick start – with somewhere in the
  region of 70% of the companies technically bankrupt and homes
  which have taken significant hits on their income. That in
  combination with the debt burden which has risen tens of
  percents does not signal revival soon.
 • No real lender of last resort, last year our Central bank
  showed that it does not have any means to be a lender of last
  resort for the Icelandic banking system
 • A banking system in shambles

… and so much more

A classical “scare” tactic is to mention the EU’s Natural
Resources Policy (i.e. the Fisheries policy) which would mean
that most likely we’d loose saying over our stock of fish. I
think there is real danger here which should not be
underestimated.

Another thing worth mentioning is that since Iceland isn’t the
biggest of economies with in the Eurozone its highly likely
that economic fluctuations would be increased since our economy
does not fluctuate in sync with the German one. This means that
in an German upswing and an Icelandic recession the European
Central bank would likely increase interest rates to hamper the
German economy with with greatly adverse effect on the
Icelandic one.

As a solution to one of our problems we could look at other
currencies such as the Euro or the Dollar. Just look at what
parts of our trades are done in dollars, oil,
aluminium/electricity etc.. it is definitely worth doing
further analysis of how we’d be received by NAFTA/Dollar if for
nothing else than leverage in negotiations with the EU. But
this is a long term project.

Icelanders are a growing nation unlike most of Europe. In most
of the developed world the nations are just growing old and
people and its foreseeable that the younger generations will
not be able to sustain quality of life they’d like for their
elderly.

So what do we really need?

What Iceland needs is a complete change in the industries. We
need to move out of primary production such as catching and
packaging blocks of fish or smelting bauxite into aluminum. We
need to get into secondary production and services. This will
reduce economic fluctuation and the effects of fluctuation
revenues based on our natural resources.

We need to select carefully where we spend the renewable energy
we have – not just dump it at the next aluminum smelter that
some foreign investor wants to build.

Which do you think will be more valuable in the future, a
product labelled as “Produced with sustainable usage of
renewable energy” or one that is not?

We need to carefully select where we invest our energy for the
long-term. We need a strategy for the future – not quick
fixes.

Það færist nær og nær og nær

David Griswold Economist during a lessonEndalokin nálgast… eða þannig. Lokin á MBA náminu færast sífellt nær. Ekki laust við að maður finni fyrir smá aðskilnaðarkvíða við hópinn sinn.
En í öllu liggur einhver lærdómur. Líka því að skilja við hópinn sem maður hefur verið að vinna við.

Við erum líka óvenjulegur hópur að því leiti að það hefur lítið verið um að fólk hafi ákveðið að hætta í náminu – þó einhverjir hafi orðið að breyta sínum högum og fresta því að ljúka náminu á réttum tíma.

Þetta er búið að vera svolítið mikið á tímabilum – en algerlega þess virði. Mæli með MBA náminu í HR við hvern sem er. Sterkustu punktarnir eru þessir bestu erlendu kennarar sem koma úr hverjum skóla til að fara yfir sitt sérsvið. Í raun voru ekki margir sem maður myndi flokka sem “lélega”.

Annað sem mælir sérstaklega með þessu námi er tengslanetið og að fókus á “personal development” hefur verið eflt eftir að við bentum á að þar væri ýmsu ábótavant.

Annars er hér að neðan mynd sem ég tók fyrir ca einu og hálfu ári síðan – sem átti að sína “togstreitu MBA nemans” þar sem vinna, fjölskylda og skóli togast á. Veit svo sem ekki hversu vel tókst til – en þetta er að minnsta kosti ein af vinsælustu myndunum mínum á flickr.

Sjálfsmynd af mér og svo er Alma þarna með

Danssýning um síðustu helgi

Alma tók þátt í danssýningu Dansíþróttasambands Íslands síðast liðinn laugardag ásamt Aroni bekkjarbróður sýnum og vini.

Hún byrjaði núna eftir áramót, en Aron var búinn að æfa eitthvað eilítið lengur.

Í stuttu máli þá var þetta Íslandsmeistaramót í 10 dönsum og inn á milli keppnisgreinanna fengu litlu ormarnir að sýna hvað þeir gátu.

Það var frábært að sjá hvað eldri krakkarnir voru orðnir glæsilegir dansarar en eðlilega var mest gaman að fylgjast með krílunum taka sporið.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá deginum.


Í sveiflunni

Í lokin fengu allir verðlaun fyrir frammistöðuna