Danssýning um síðustu helgi

Alma tók þátt í danssýningu Dansíþróttasambands Íslands síðast liðinn laugardag ásamt Aroni bekkjarbróður sýnum og vini.

Hún byrjaði núna eftir áramót, en Aron var búinn að æfa eitthvað eilítið lengur.

Í stuttu máli þá var þetta Íslandsmeistaramót í 10 dönsum og inn á milli keppnisgreinanna fengu litlu ormarnir að sýna hvað þeir gátu.

Það var frábært að sjá hvað eldri krakkarnir voru orðnir glæsilegir dansarar en eðlilega var mest gaman að fylgjast með krílunum taka sporið.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá deginum.


Í sveiflunni

Í lokin fengu allir verðlaun fyrir frammistöðuna