Það færist nær og nær og nær

David Griswold Economist during a lessonEndalokin nálgast… eða þannig. Lokin á MBA náminu færast sífellt nær. Ekki laust við að maður finni fyrir smá aðskilnaðarkvíða við hópinn sinn.
En í öllu liggur einhver lærdómur. Líka því að skilja við hópinn sem maður hefur verið að vinna við.

Við erum líka óvenjulegur hópur að því leiti að það hefur lítið verið um að fólk hafi ákveðið að hætta í náminu – þó einhverjir hafi orðið að breyta sínum högum og fresta því að ljúka náminu á réttum tíma.

Þetta er búið að vera svolítið mikið á tímabilum – en algerlega þess virði. Mæli með MBA náminu í HR við hvern sem er. Sterkustu punktarnir eru þessir bestu erlendu kennarar sem koma úr hverjum skóla til að fara yfir sitt sérsvið. Í raun voru ekki margir sem maður myndi flokka sem “lélega”.

Annað sem mælir sérstaklega með þessu námi er tengslanetið og að fókus á “personal development” hefur verið eflt eftir að við bentum á að þar væri ýmsu ábótavant.

Annars er hér að neðan mynd sem ég tók fyrir ca einu og hálfu ári síðan – sem átti að sína “togstreitu MBA nemans” þar sem vinna, fjölskylda og skóli togast á. Veit svo sem ekki hversu vel tókst til – en þetta er að minnsta kosti ein af vinsælustu myndunum mínum á flickr.

Sjálfsmynd af mér og svo er Alma þarna með