Nýsköpunarstjórn hin síðari – hver vill taka þátt?

Getum við aftur fengið stjórnmálamenn með hugsjónir um að byggja upp á Íslandi?

Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem Ísland gengur í gegnum erfiðleikatímabil. Á árunum kringum lok seinni heimsstyrjaldarinnar bundust vinstri- og hægri menn böndum í Nýsköpunarstjórninni og lögðu talsverða fjármuni í nýsköpun í atvinnulífinu. Fjárfestingar í flotanum og landbúnaðartækjum, eru sjálfsagt á meðal þess skynsamlegra sem hægt var að fjárfesta í á þeim tíma enda voru þetta langstærstu atvinnuvegirnir í áratugi á eftir.

Það sem er kannski áhugavert er að þessi stjórn lagði upp með að endurnýja, breyta og bæta. Að megninu til tókst henni ná fram markmiðum sínum. Það gerði hún á þeim tveimur árum sem hún var við lýði.

Hvað hefur núverandi ríkisstjórn afrekað undanfarin 2 ár, þurfum við að bíða fram undir næstu kosningar til að sjá eitthvað gerast?

Holy cow!

Eftir allt það sem við höfum gert rangt

Í framhaldi af þankagangi mínum um spekilekann sem ég held að sé að verða á Íslandi hef ég verið að velta fyrir mér hvað sé hægt að gera. Ég ætla mér ekki þá greind að geta leyst úr vandanum. En eitt af því sem hefur lengi plagað mig er atvinnustefnan sem hefur ríkt heima.

Hvað erum við að gera rangt?

Hvar getum við skapað okkur gjaldeyri? Hvar verða útflutningsverðmætin til? Ég hef frá því fyrir upphaf þessa árþúsunds verið afskaplega ósáttur við uppsetningu fleiri álvera á Íslandi. Ekki bara frá umhverfissjónarmiðum. Heldur ekki síst því það var fyrirsjáanlegt að þau yrðu gríðarstór hluti af útflutningsverðmætum þjóðarinnar. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands voru verðmæti seldra fiskafurða og málma 68% af heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2009

Það sem við erum að gera rangt er að við erum að leggja of mörg egg í sömu körfuna. Veðja orkuauðlindum okkar á einn tekjustofn. Það er ekki ásættanlegt!

Fyrir hina stóru auðlindina okkar, fiskinn í hafinu, er sennilega snúnara að dreifa áhættunni. Það er, við getum aðeins breytt úrvinnslunni, eða reynt að finna nýja markaði fyrir fiskafurðirnar. En í grunninn erum við býsna föst hvað það varðar að reyna að dreifa áhættunni okkar.

Orkuna hins vegar getum við nýtt á marga mismunandi vegu. Bæði eru aðrir orkufrekar iðngreinar sem geta nýtt sér hana. Auk þess sem enn er ekkert farið að leiða hugann að því sem er lykilatriði í okkar orkuframleiðslu. Endurnýjanleg orka. Endurnýjanleg er töfraorð. Það hefur orðið talsverð vitundarvakning í heiminum á mikilvægi þess að takmarka orkunotkun. Það skilur það allur heimurinn, nema Íslendingar sem hingað til hafa ekki þurft að greiða neitt fyrir orkuna, samanborið við aðrar þjóðir.

Hvers virði er “græni” stimpillinn?

Í hreinskilni, þá veit ég það ekki, ég hef ekki hugmynd. En ég hef verið að horfa eftir áhugaverðum greinum og enn sem komið er virðist sem upplýsingatæknigeirinn sé hvað meðvitaðastur um að gera samanburði á verðmætum þess að vera grænn og umhverfisvænn. En það sem ég þykist vita er að vörur með “græna” stimplinum verði mun verðmætari en hinar. Hvort sem það eru hnífapör, þvottavélar eða matvæli.

Ég held við þurfum líka að breyta hugsunarhættinum úr því að grænt sé umhverfisvænt og yfir í að grænt geti verið hagkvæmt.  Fyrir 3 árum síðan hringdi í mig maður frá Google sem var þá að vinna rannsókn á því, fyrir stjórn Google, hvort það borgaði sig fyrir Google að koma til Íslands og setja upp gagnaver. Á sama tíma hafði Verne Holdings lýst því yfir að þeir ætluðu að byggja gagnaver á Suðurnesjum.  Ég hefði glaður tekið á móti eins og einu gagnaveri í viðbót til landsins.

Svona fyrir utan að auðvitað ættum við að vera að draga Google hingað. Hlutfallslega eru íslenskir tæknimenn sennilega frekar ódýrir miðað við aðra þá staði þar sem Google hefur skrifstofur.

Okkur vantar fleiri tekjustoðir

Ég hef trú á dreifingu áhættunnar. Vitneskja um stórar innspýtingar inn í hagkerfi eins og lá ljós fyrir þegar ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði skapar spennu í hagkerfinu. Þekkt upphaf og endir – og ÞAÐ skapar allar líkur á spákaupmennsku. Rétt eins og við sáum raungerast í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Þess vegna vil ég frekar græn gagnaver en álver.

En, ég held það fari betur á að veðja á allt sem leiðir að hógværri nýtingu auðlindanna frekar en gengdarlausri, svo ég þarf að sjá verulega góð rök til að réttlæta fleiri stórar virkjanir. Satt að segja átta ég mig ekki einu sinni á hvar þær gætu verið staðsettar.

Ég held að Íslenska hagkerfinu væri mun betur borgið ef 70% af útflutningsverðmætum byggðist á 100 útflutningsgreinum en 2. Satt að segja vildi ég reyndar óska þess að íslenskum hugbúnaðarframleiðendum gengi betur að selja sínar vörur. Hugbúnaður er nefnilega svo oft þannig að það skiptir ekki nokkru máli hvaðan hann kemur. CCP/EVE sem dæmi væri engu betri ef hann væri breskur. Reyndar nýtur hann hugsanlega smá sérstöðu því EVE Fanfest er jú haldið heima á Íslandi árlega. Svo eru aðilar eins og CLARA, Medizza, Hugsmiðjan, Datamarket og fleiri sem eru komnir með vörur sem verðskulda það að komast á erlenda markaði.

Mig langar að sjá miklu fleiri hugmyndir, þar sem hyggjuvit Íslendinga og auðlindir spila saman til að búa til alvöru útflutningsverðmæti.

Háifoss

Hvað höfum við efni á að tapa mörgum?

Vel menntað og duglegt fólk flyst á brott frá Íslandi.

Í dag fékk ég símtal frá vini sem sagði mér frá því að eigendur fyrirtækja sem gengju ágætlega væru enn að reyna að kreista niður kostnaðinn með tilvísan í “kreppuna” – og í þessu tilfelli er það að lækka laun hjá einu af best reknu fyrirtækjunum í sínum geira. Það hefði leitt af sér að 3 lykilstarfsmenn af þeim 7 sem starfa þarna hefðu ákveðið að segja upp störfum.

Svona fyrir utan hversu kjánalegt það er að að lækka þar rekstrarkostnað um 1-2 milljónir á mánuði á hæpnum forsendum – en taka á í staðinn áhættu á 1700 milljón krónu ársveltu og góðum hagnaði þá langar mig að draga fram annað málefni sem ég hef orðið miklar áhyggjur af heima.

Í þessu tilfelli er það spekilekinn sem ég hef áhyggjur af. Þessi vinur minn sagði mér að hann hefði tekið ákvörðun um að flytja erlendis og með honum hverfur kona og 3 börn. Þarna fara 2 vel menntaðir einstaklingar, þar af annar með sérhæft framhaldsnám á bakinu og ákveða að beina starfskröftum sínum að uppbyggingu í öðrum löndum.

Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig stjórnvöld á Íslandi sjá fyrir sér að efnahagur landsins batni með atgervisflótta. Í mínu nánasta umhverfi get ég talið amk 6 fjölskyldur sem hafa kosið að hætta þessu öllu saman og flytjast á braut. Svo eru auðvitað svona kálfar eins og ég sem hafa verið að vinna með annan fótinn í útlöndum og hinn heima.  Flestir af þessum vinum mínum segjast vilja vera úti í 3-5 ár og koma þá aftur þegar efnahagurinn er farinn að rétta úr kútnum. En  það gerist ekki sjálfkrafa. Það þurfa einhverjir að vera eftir til að bera byrðarnar.

Undanfarin tvö ár hafa stjórnmálaflokkar helst af öllu viljað að þeir sem eru á aldrinum 25-50, eiga fjölskyldu og einhverjar fasteignir beri hitann og þungann af öllu því sem hér hefur gengið á.  En nú er sá hópur farinn að týnast á brott.

Hvernig geta stjórnmálamenn brugðist við þannig að þetta fólk kjósi að vera áfram heima?

Myndin tengist efni greinarinnar ekki á nokkurn hátt :-)

Is EU the mother of all solutions?

I think not. In fact I think its fair to say that we’d be
better off outside of the EU than witFrom Mjóifjörður, Icelandhin. Why – because it’s becoming increasingly
clear to me that many people here in Iceland seem to think this
will be the solution to all our problems.
But the thing is EU or not – we still have to deal with the
same immediate problems. Entering the EU is not an overnight
process. It takes years and in the meanwhile we still
have:

 • Interest rates that are bleeding out both the industries
  and the homes.
 • Un-usable currency (could be solved by other currencies
  than the Euro)
 • A fiscal policy which has had government spending growing
  out of all proportions in the last few years of the economic
  boom. Leaving us with a required cut of 150Bn in the near term
 • A tax base which needs a kick start – with somewhere in the
  region of 70% of the companies technically bankrupt and homes
  which have taken significant hits on their income. That in
  combination with the debt burden which has risen tens of
  percents does not signal revival soon.
 • No real lender of last resort, last year our Central bank
  showed that it does not have any means to be a lender of last
  resort for the Icelandic banking system
 • A banking system in shambles

… and so much more

A classical “scare” tactic is to mention the EU’s Natural
Resources Policy (i.e. the Fisheries policy) which would mean
that most likely we’d loose saying over our stock of fish. I
think there is real danger here which should not be
underestimated.

Another thing worth mentioning is that since Iceland isn’t the
biggest of economies with in the Eurozone its highly likely
that economic fluctuations would be increased since our economy
does not fluctuate in sync with the German one. This means that
in an German upswing and an Icelandic recession the European
Central bank would likely increase interest rates to hamper the
German economy with with greatly adverse effect on the
Icelandic one.

As a solution to one of our problems we could look at other
currencies such as the Euro or the Dollar. Just look at what
parts of our trades are done in dollars, oil,
aluminium/electricity etc.. it is definitely worth doing
further analysis of how we’d be received by NAFTA/Dollar if for
nothing else than leverage in negotiations with the EU. But
this is a long term project.

Icelanders are a growing nation unlike most of Europe. In most
of the developed world the nations are just growing old and
people and its foreseeable that the younger generations will
not be able to sustain quality of life they’d like for their
elderly.

So what do we really need?

What Iceland needs is a complete change in the industries. We
need to move out of primary production such as catching and
packaging blocks of fish or smelting bauxite into aluminum. We
need to get into secondary production and services. This will
reduce economic fluctuation and the effects of fluctuation
revenues based on our natural resources.

We need to select carefully where we spend the renewable energy
we have – not just dump it at the next aluminum smelter that
some foreign investor wants to build.

Which do you think will be more valuable in the future, a
product labelled as “Produced with sustainable usage of
renewable energy” or one that is not?

We need to carefully select where we invest our energy for the
long-term. We need a strategy for the future – not quick
fixes.