Gleðileg jól frá okkur hérna í Grafarvoginum.
Merry christmas y’all, best wishes for a happy new year!
Stumbled across this video on leadership and the biology relate to it.
Haven’t watched it. But am placing here to remind myself to check it out.
Skaut nokkrar myndir fyrsta daginn sem Ylfa fór á fótboltaæfingu hjá Fjölni. Veit ekki hvaðan hún hefur áhugann en hann er mikill.
Getum við aftur fengið stjórnmálamenn með hugsjónir um að byggja upp á Íslandi?
Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem Ísland gengur í gegnum erfiðleikatímabil. Á árunum kringum lok seinni heimsstyrjaldarinnar bundust vinstri- og hægri menn böndum í Nýsköpunarstjórninni og lögðu talsverða fjármuni í nýsköpun í atvinnulífinu. Fjárfestingar í flotanum og landbúnaðartækjum, eru sjálfsagt á meðal þess skynsamlegra sem hægt var að fjárfesta í á þeim tíma enda voru þetta langstærstu atvinnuvegirnir í áratugi á eftir.
Það sem er kannski áhugavert er að þessi stjórn lagði upp með að endurnýja, breyta og bæta. Að megninu til tókst henni ná fram markmiðum sínum. Það gerði hún á þeim tveimur árum sem hún var við lýði.
Hvað hefur núverandi ríkisstjórn afrekað undanfarin 2 ár, þurfum við að bíða fram undir næstu kosningar til að sjá eitthvað gerast?
Í framhaldi af þankagangi mínum um spekilekann sem ég held að sé að verða á Íslandi hef ég verið að velta fyrir mér hvað sé hægt að gera. Ég ætla mér ekki þá greind að geta leyst úr vandanum. En eitt af því sem hefur lengi plagað mig er atvinnustefnan sem hefur ríkt heima.
Hvað erum við að gera rangt?
Hvar getum við skapað okkur gjaldeyri? Hvar verða útflutningsverðmætin til? Ég hef frá því fyrir upphaf þessa árþúsunds verið afskaplega ósáttur við uppsetningu fleiri álvera á Íslandi. Ekki bara frá umhverfissjónarmiðum. Heldur ekki síst því það var fyrirsjáanlegt að þau yrðu gríðarstór hluti af útflutningsverðmætum þjóðarinnar. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands voru verðmæti seldra fiskafurða og málma 68% af heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2009
Það sem við erum að gera rangt er að við erum að leggja of mörg egg í sömu körfuna. Veðja orkuauðlindum okkar á einn tekjustofn. Það er ekki ásættanlegt!
Fyrir hina stóru auðlindina okkar, fiskinn í hafinu, er sennilega snúnara að dreifa áhættunni. Það er, við getum aðeins breytt úrvinnslunni, eða reynt að finna nýja markaði fyrir fiskafurðirnar. En í grunninn erum við býsna föst hvað það varðar að reyna að dreifa áhættunni okkar.
Orkuna hins vegar getum við nýtt á marga mismunandi vegu. Bæði eru aðrir orkufrekar iðngreinar sem geta nýtt sér hana. Auk þess sem enn er ekkert farið að leiða hugann að því sem er lykilatriði í okkar orkuframleiðslu. Endurnýjanleg orka. Endurnýjanleg er töfraorð. Það hefur orðið talsverð vitundarvakning í heiminum á mikilvægi þess að takmarka orkunotkun. Það skilur það allur heimurinn, nema Íslendingar sem hingað til hafa ekki þurft að greiða neitt fyrir orkuna, samanborið við aðrar þjóðir.
Hvers virði er “græni” stimpillinn?
Í hreinskilni, þá veit ég það ekki, ég hef ekki hugmynd. En ég hef verið að horfa eftir áhugaverðum greinum og enn sem komið er virðist sem upplýsingatæknigeirinn sé hvað meðvitaðastur um að gera samanburði á verðmætum þess að vera grænn og umhverfisvænn. En það sem ég þykist vita er að vörur með “græna” stimplinum verði mun verðmætari en hinar. Hvort sem það eru hnífapör, þvottavélar eða matvæli.
Ég held við þurfum líka að breyta hugsunarhættinum úr því að grænt sé umhverfisvænt og yfir í að grænt geti verið hagkvæmt. Fyrir 3 árum síðan hringdi í mig maður frá Google sem var þá að vinna rannsókn á því, fyrir stjórn Google, hvort það borgaði sig fyrir Google að koma til Íslands og setja upp gagnaver. Á sama tíma hafði Verne Holdings lýst því yfir að þeir ætluðu að byggja gagnaver á Suðurnesjum. Ég hefði glaður tekið á móti eins og einu gagnaveri í viðbót til landsins.
Svona fyrir utan að auðvitað ættum við að vera að draga Google hingað. Hlutfallslega eru íslenskir tæknimenn sennilega frekar ódýrir miðað við aðra þá staði þar sem Google hefur skrifstofur.
Okkur vantar fleiri tekjustoðir
Ég hef trú á dreifingu áhættunnar. Vitneskja um stórar innspýtingar inn í hagkerfi eins og lá ljós fyrir þegar ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði skapar spennu í hagkerfinu. Þekkt upphaf og endir – og ÞAÐ skapar allar líkur á spákaupmennsku. Rétt eins og við sáum raungerast í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Þess vegna vil ég frekar græn gagnaver en álver.
En, ég held það fari betur á að veðja á allt sem leiðir að hógværri nýtingu auðlindanna frekar en gengdarlausri, svo ég þarf að sjá verulega góð rök til að réttlæta fleiri stórar virkjanir. Satt að segja átta ég mig ekki einu sinni á hvar þær gætu verið staðsettar.
Ég held að Íslenska hagkerfinu væri mun betur borgið ef 70% af útflutningsverðmætum byggðist á 100 útflutningsgreinum en 2. Satt að segja vildi ég reyndar óska þess að íslenskum hugbúnaðarframleiðendum gengi betur að selja sínar vörur. Hugbúnaður er nefnilega svo oft þannig að það skiptir ekki nokkru máli hvaðan hann kemur. CCP/EVE sem dæmi væri engu betri ef hann væri breskur. Reyndar nýtur hann hugsanlega smá sérstöðu því EVE Fanfest er jú haldið heima á Íslandi árlega. Svo eru aðilar eins og CLARA, Medizza, Hugsmiðjan, Datamarket og fleiri sem eru komnir með vörur sem verðskulda það að komast á erlenda markaði.
Mig langar að sjá miklu fleiri hugmyndir, þar sem hyggjuvit Íslendinga og auðlindir spila saman til að búa til alvöru útflutningsverðmæti.
Ef það er rétt að 70 þúsund heimili verði eignalaus eftir rúmt ár, þá er ég hræddur um að þessi athugasemd mín um spekileka vanmeti vandann sem Ísland er í svo stórkostlega að engu lagi sé líkt.
Frá MBL.is
“Í byrjun árs 2008 áttu 73.000 fjölskyldur húsnæði metið á 1.830 milljarða. en húsnæðisskuldir að upphæð 861 milljarða. Samkvæmt heimildum Seðlabanka Íslands voru heildarskuldir heimila hins vegar 1.550 milljarðar í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall þessara 73.000 fjölskyldna var 54% í byrjun 2008, lækkaði 40% í árslok 2008 og lauslega áætlað, verður eiginfjárhlutfall þessara heimila uppurið 2011 miðað við spá um verðbólgu og fasteignaverð á næsta ári.”