Nýsköpunarstjórn hin síðari – hver vill taka þátt?

Getum við aftur fengið stjórnmálamenn með hugsjónir um að byggja upp á Íslandi?

Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem Ísland gengur í gegnum erfiðleikatímabil. Á árunum kringum lok seinni heimsstyrjaldarinnar bundust vinstri- og hægri menn böndum í Nýsköpunarstjórninni og lögðu talsverða fjármuni í nýsköpun í atvinnulífinu. Fjárfestingar í flotanum og landbúnaðartækjum, eru sjálfsagt á meðal þess skynsamlegra sem hægt var að fjárfesta í á þeim tíma enda voru þetta langstærstu atvinnuvegirnir í áratugi á eftir.

Það sem er kannski áhugavert er að þessi stjórn lagði upp með að endurnýja, breyta og bæta. Að megninu til tókst henni ná fram markmiðum sínum. Það gerði hún á þeim tveimur árum sem hún var við lýði.

Hvað hefur núverandi ríkisstjórn afrekað undanfarin 2 ár, þurfum við að bíða fram undir næstu kosningar til að sjá eitthvað gerast?

Holy cow!