Ef það er rétt að 70 þúsund heimili verði eignalaus eftir rúmt ár, þá er ég hræddur um að þessi athugasemd mín um spekileka vanmeti vandann sem Ísland er í svo stórkostlega að engu lagi sé líkt.
Frá MBL.is
“Í byrjun árs 2008 áttu 73.000 fjölskyldur húsnæði metið á 1.830 milljarða. en húsnæðisskuldir að upphæð 861 milljarða. Samkvæmt heimildum Seðlabanka Íslands voru heildarskuldir heimila hins vegar 1.550 milljarðar í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall þessara 73.000 fjölskyldna var 54% í byrjun 2008, lækkaði 40% í árslok 2008 og lauslega áætlað, verður eiginfjárhlutfall þessara heimila uppurið 2011 miðað við spá um verðbólgu og fasteignaverð á næsta ári.”